Krónan styrkist vegna erlendra ferðamanna

Krónan á styrkingu sína að þakka erlendum ferðamönnum.
Krónan á styrkingu sína að þakka erlendum ferðamönnum. mbl.is/Eggert

Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur styrkst umtalsvert á síðustu þremur mánuðum, þar af um 4,5% á rúmum mánuði.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að rekja megi styrkingu krónunnar meðal annars til ferðamannastraumsins hingað til lands yfir sumarmánuðina.

„Við sjáum það líka þegar krónan fer að styrkjast um allt að fimm prósent yfir svona stutt tímabil að þá verður ódýrara að flytja inn vörur og þjónustu og ódýrara fyrir Íslendinga að ferðast erlendis,“ segir Davíð Stefánsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hann býst við því að krónan muni veikjast aftur í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert