Ólafur Ragnar varð „óttasleginn“

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. mbl.is/Eggert

Þóra Arnórsdóttir segist ekki ætla í pólitík og er harðorð út í Ólaf Ragnar Grímsson er hún gerir upp forsetakosningarnar í viðtali í Sunnudagsmogganum.

Hún segir að byrinn sem framboð hennar fékk í upphafi hafi valdið því að Ólafur Ragnar Grímsson, „sem er að nálgast sjötugt og búinn að vera forseti í 16 ár og vildi halda áfram, varð auðvitað óttasleginn. Hann dró fram allt sem hann mögulega gat og var alveg sama hvaða ráðum var beitt. Að því leytinu er ekki gott að fá svona góða byrjun, því þá er ógnin orðin svo mikil.“

Þóra segir að það hafi verið magnað að fylgjast með því hvernig hann brást við. „Hann tímasetti fyrsta viðtalið þannig að ég var komin fimm daga fram yfir og beið eftir því að dóttir mín kæmi í heiminn á mæðradaginn. Svo var hann búinn að kortleggja mína styrkleika, að ég hefði verið í fjölmiðlum, væri fjölskyldumanneskja og hefði engar pólitískar tengingar, og hann tók það kerfisbundið fyrir. Hann hjólaði svo rækilega í fjölmiðlana að við höfum varla heyrt frá þeim síðan. Svo réðst hann á Svavar á ótrúlegan hátt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert