Fellur metið í kvöld?

Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí.
Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. www.vedur.is

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur seg­ir að lægðin sem er að ganga yfir landið sé með þeim dýpstu sem sést hafi í júlí­mánuði. Hann tel­ur lík­legt að loftþrýst­ings­metið, sem er frá ár­inu 1901, muni falla síðar í dag eða í kvöld.

Hann seg­ir á bloggi sínu að hann hafi fylgst vel með lægðinni í gær, og að SA-streng­ur­inn sem kom á und­an skil­un­um hafi verið lík­ari því sem ger­ist í haust­lægðum en að sumri til. Vind­hraði hafi verið að jafnaði mun meiri í um 1.000-1.500 metra hæð en við yf­ir­borð jarðar eða um 20-25 m/​s á móti 8-12 m/​s. Hins veg­ar hafi á stöku stað mælst hraðari vind­ur, einkum á sunn­an­verðu land­inu, og nefn­ir hann að mesta vind­hviðan hafi verið við Hvamm und­ir Eyja­fjöll­um þar sem vind­hraðinn var um 40 m/​s. 

Ein­ar velt­ir fyr­ir sér hverju sæt­ir, og seg­ir hugs­an­legt að við þær aðstæður um miðsum­ar þegar til­tölu­lega hlýtt er við yf­ir­borð og mjög hlýtt í miðlæg­um loft­lög­um nái vind­ur síður að slá sér niður til yf­ir­borðsins en fljóti að mestu yfir landið. Hins veg­ar vanti reynslu á svona aðstæður að sumri til til þess að hægt sé að full­yrða um þetta.

Ein­ar seg­ir að lok­um: „Það breyt­ir þó því ekki að lægðin er með þeim allra dýpstu sem sést hafa hér við land í háa herr­ans tíð í júlí (en þætti hins veg­ar ekk­ert merki­leg um mánaðamót­in ág­úst/​sept­em­ber). Afar lík­legt má telja að loftþrýst­ings­metið frá 1901 falli síðar í dag eða í kvöld. 974,1 hPa mæls­ist í Stykk­is­hólmi 18. júlí það ár. Senni­lega fer þrýst­ing­ur niður í 971-972 hPa á Stór­höfða eft­ir því sem lægðarmiðjan sjálf nálg­ast, en hún er aðeins far­in að grynn­ast eft­ir að hafa náð mestu dýpt snemma í morg­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert