Fyrirsæta lofar Ísland í hástert

Elettra Wiedemann.
Elettra Wiedemann. mbl.is/CoverMedia

Á vefmiðli The Daily Mail var í dag birt mjög jákvæð umfjöllun um Ísland. Það er fyrirsætan Elettra Wiedemann sem skrifar greinina og segir meðal annars að Ísland sé land sem hún gæti hugsað sér að búa í.

Í greininni er farið lofsamlegum orðum um land og þjóð, hversu íslenskur matur sé góður og hversu mikið hann hafi batnað á undanförnum árum.

Wiedermann nefnir nokkra matsölustaði á Íslandi auk þess sem hún talar um ýmsa afþreyingu. Óhætt er að segja að greinin sé góð auglýsing, miðað við hversu jákvæð hún er.

Að lokum segir Wiedermann að hún hafi vel getað hugsað sér að gifta sig á Íslandi, en að það standi þó ekki til heldur í New York. Hún vonist þó til að geta eytt brúðkaupsferðinni á Íslandi, að því gefnu að hún fái að taka hundinn sinn, Happy, með hingað til lands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert