Fréttaskýring: Tilgangslausar makrílviðræður?

Mögu­leg­ur samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg um mak­ríl­veiðar myndi vænt­an­lega falla úr gildi hvað Ísland varðar ef landið gengi í sam­bandið sem og aðrir tví­hliða samn­ing­ar sem Ísland hef­ur gert við önn­ur ríki um skipt­ingu á deili­stofn­um. Þetta kem­ur til að mynda fram í samn­ingsramma Evr­ópu­sam­bands­ins (e. negotiat­ing framework) vegna viðræðnanna um inn­göngu Íslands í sam­bandið en í hon­um eru „skil­greind­ar þær grund­vall­ar­regl­ur og viðmið sem samn­ingaviðræðurn­ar munu lúta,“ eins og fram kem­ur á vefsíðu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um viðræðurn­ar.

Sama ætti við um fríversl­un­ar­samn­inga sem Ísland á aðild að við ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins, þá annað hvort al­farið á eig­in for­send­um eða í gegn­um aðild lands­ins að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA), sem og yf­ir­stand­andi viðræður Íslands um fríversl­un sem ekki hef­ur verið lokið við. Þess má geta að EFTA hef­ur í dag 24 fríversl­un­ar­samn­inga við 33 ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ef tal­in eru með ríki sam­bands­ins og EFTA, auk ríkja sem Ísland hef­ur samið við beint, er landið í dag aðili að fríversl­un­ar­samn­ing­um við sam­tals 51 ríki í heim­in­um.

Segja yrði samn­ing­um Íslands upp

„Rétt­indi og skuld­bind­ing­ar sem af þessu leiðir og Ísland verður að virða til fulls sem aðild­ar­ríki fela það í sér að segja verður upp öll­um tví­hliða samn­ing­um sem eru í gildi milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins og öll­um öðrum alþjóðasamn­ing­um sem Ísland hef­ur gert og sam­rýmast ekki skuld­bind­ing­um aðild­ar,“ seg­ir í samn­ingsramma Evr­ópu­sam­bands­ins vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í sam­bandið, í þýðingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Haft var eft­ir Öss­uri Skarp­héðins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, á frétta­vefn­um Vís­ir.is 13. júlí síðastliðinn að raun­hæft væri að ljúka gerð fríversl­un­ar­samn­ings við Kína fyr­ir lok næsta árs. Aðspurður hvort um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið breytti ein­hverju um fríversl­un­ar­viðræðurn­ar við Kín­verja svaraði hann því neit­andi. Kína væri fyrst og fremst framtíðarmarkaður sem sleg­ist yrði um og fríversl­un við Kín­verja veitti Íslandi for­skot í þeim efn­um. Um­mæli ráðherr­ans koma hins veg­ar ekki heim og sam­an við af­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Evr­ópu­sam­bandið hef­ur með viðskipta­tengsl að gera [fyr­ir ríki sam­bands­ins], þar með talið gerð fríversl­un­ar­samn­inga, við önn­ur ríki. Al­mennt séð, sem aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, yrði Ísland að segja upp öll­um fríversl­un­ar­samn­ing­um sín­um og fríversl­un­ar­samn­ing­ar Íslands inni­halda ákvæði um upp­sögn,“ sagði Ulrike Pisiot­is hjá skrif­stofu stækk­un­ar­mála í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins í svari við fyr­ir­spurn frá mbl.is. Enn væri þó eft­ir að ræða um viðskipta­samn­inga í viðræðum Íslands um inn­göngu í sam­bandið.

Valdið til Evr­ópu­sam­bands­ins

Ef Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið yrði þannig að hætta viðræðum um fríversl­un við Kína eða segja upp fríversl­un­ar­samn­ingi við Kín­verja ef slík­ur samn­ing­ur lægi fyr­ir á þeim tíma­punkti. Þá yrði Ísland að segja sig frá öll­um þeim fríversl­un­ar­samn­ing­um sem landið ætti þá aðild að og við tækju viðskipta­samn­ing­ar sem sam­bandið hef­ur gert við önn­ur ríki. Þess má geta að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ekki fríversl­un­ar­samn­ing við Kína né ýmis önn­ur ríki sem Ísland hef­ur í dag slíka samn­inga við.

Ástæða þessa er sú, eins og komið er inn á í svari Pisiot­is, að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið fel­ur meðal ann­ars í sér að ríki fram­selja vald sitt til þess að gera viðskipta­samn­inga við önn­ur ríki til stofn­ana sam­bands­ins enda sam­bandið í grunn­inn tolla­banda­lag með eina sam­eig­in­lega viðskipta­stefnu. Eft­ir­leiðis er það vald einkum í hönd­um fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og sama á við um samn­ingaviðræður um skipt­ingu deili­stofna eins og til að mynda hef­ur komið skýrt fram í mak­ríl­deil­unni þar sem Íslend­ing­ar hafa átt í sam­skipt­um við fram­kvæmda­stjórn­ina en ekki til að mynda bresk eða írsk stjórn­völd.

Ef Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið myndu þannig hugs­an­leg­ir samn­ing­ar Íslend­inga um mak­ríl­veiðar við sam­bandið falla úr gildi við inn­göng­una og valdið til þess að semja um skipt­ingu deili­stofna við landið fær­ast til stofn­ana þess. Eft­ir­leiðis væri það í hönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins að ákveða hvort og þá hversu mikla hlut­deild Íslend­ing­ar fengju í mak­ríl­stofn­in­um rétt eins og raun­in hefði verið ef Ísland hefði verið í sam­band­inu áður en til mak­ríl­deil­unn­ar kom.

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrif­stof­ur EFTA í Brus­sel. mbl.is
Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evr­ópu­sam­bands­ins. mbl.is/​Hjört­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka