„Nú bíðum við bara eftir að fá bréf með staðfestingu frá ráðherra (Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra). Hann sagði að málinu yrði frestað á meðan það er í skoðun,“ segir Ellert Högni Jónsson, fósturfaðir stúlku frá Filippseyjum sem ekki hefur fengið dvalarleyfi hér á landi þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir.
Áður hafði stúlkunni, Romylyn Patty Fagaine, verið gert að yfirgefa landið í dag.
„Við fengum að vita þetta í fyrradag, þetta eru góðar fréttir og auðvitað er okkur létt. En málinu er alls ekki lokið, við vitum ekki hvort eða hvenær hún verður send heim,“ segir Ellert Högni.
Frétt mbl.is: Ætla að fara með stúlkuna í felur