Verður ekki send heim í dag

Fjölskyldan hefur barist fyrir dvalarleyfi Romylyn í sjö ár. Frá …
Fjölskyldan hefur barist fyrir dvalarleyfi Romylyn í sjö ár. Frá vinstri: Romylyn Patti Fagaine, Ellert Högni Jónsson, Una Margrét Ellertsdóttir og Marilyn Sucgang Faigane.

„Nú bíðum við bara eftir að fá bréf með staðfestingu frá ráðherra (Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra). Hann sagði að málinu yrði frestað á meðan það er í skoðun,“ segir Ellert Högni Jónsson, fósturfaðir stúlku frá Filippseyjum sem ekki hefur fengið dvalarleyfi hér á landi þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir.

Áður hafði stúlkunni, Romylyn Patty Fagaine, verið gert að yfirgefa landið í dag.

„Við fengum að vita þetta í fyrradag, þetta eru góðar fréttir og auðvitað er okkur létt. En málinu er alls ekki lokið, við vitum ekki hvort eða hvenær hún verður send heim,“ segir Ellert Högni.

Frétt mbl.is: Ætla að fara með stúlkuna í felur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert