Esjan var hulin þokufjalli í kvöld. Engu var líkara en hún væri vafin vel og vandlega inn í bómull eða þakin snjó frá fjallsrótum til efstu tinda.
Mjög hægur vindur er nú í höfuðborginni og um 12 stiga hiti.
Næsta sólarhringinn er spáð norðan 8-15 m/s, hvassast verður á Norðvestur- og Vesturlandi í fyrstu, en austanlands í nótt. Rigning eða súld verður á norðanverðu landinu, en úrkomuminna syðra.
Lægir smám saman á morgun og léttir til vestanlands, en styttir upp eystra eftir hádegi og léttir til þar annað kvöld. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast syðst.