Hún er þéttskipuð dagskráin í heimsókn Jóns Gnarr til Færeyja dagana 25.-30. júlí. Mbl.is sagði frá því á dögunum að Jón yrði heiðursgestur á Gay Pride í Færeyjum 27. júlí næstkomandi, en hann mun einnig taka þátt í þjóðhátíðarhöldum Færeyinga, Ólafsvöku, sem fram fara þann 28. júlí.
Á færeyska fréttavefnum Aktuelt segir frá því að Jón muni taka þátt í hátíðahöldum á Ólafsvöku, en um morguninn verður samkoma í Ráðhúsinu, því næst verður farið í heimsókn til íslenska sendiherrans og um kvöldið verður svo hátíðarkvöldverður hjá borgarstjóranum. Að lokum verða svo hefðbundin þjóðhátíðarhöld.