Nýtt lágþrýstimet í júlí

mbl.is/Kristinn

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir ljóst að gamalt lágþrýstimet júlímánaðar á Íslandi hafi verið slegið í gær. Gamla metið, sem var sett í Stykkishólmi árið 1901, var 974,1 hPa en nýja hafi verið á bilinu 972-973 hPa. „Ekki er munurinn mikill - en samt,“ skrifar Trausti á bloggsíðu sína.

„En í framhaldi af þessu vaknar sú spurning hversu langt niður loftþrýstingur getur farið niður í júlímánuði. Greiningar reiknimiðstöðva benda til þess að þrýstingur í þessari lægð hafi lægstur orðið um 966 hPa - en hún er nú farin að grynnast. Hún hefði auðvitað getað orðið svona djúp yfir íslenskri veðurstöð,“ skrifar Trausti ennfremur.

Nánar á bloggsíðu Trausta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka