Tveir menn voru gripnir þegar þeir ætluðu að laumast um borð í Brúarfoss sem var á leið til Bandaríkjanna á fimmtudag.
Mennirnir eru hluti af hópi hælisleitenda sem reyna í sífellu að komast um borð í skip á leið til Ameríku, að sögn upplýsingafulltrúa Eimskips.
Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir hann yfirvöld ekkert gera til þess að takast á við vandamálið. Mikill kostnaður falli á fyrirtækið vegna öryggisgæslu.