Sauðfé á beit í óþökk Landgræðslu

Sauðfé á beit. Mynd úr myndasafni. Ær með lamb í …
Sauðfé á beit. Mynd úr myndasafni. Ær með lamb í Arnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Bændur undir Vestur-Eyjafjöllum reka fé sitt inn í Þórsmörk, inn á Almenninga, þrátt fyrir að þeir hafi verið úrskurðaðir óbeitarhæfir af Landbúnaðarháskóla Íslands, ekki síst vegna öskufalls frá eldgosum undanfarinna ára, en þeir eru einnig friðaðir.

Landgræðslan telur þetta vera brot á fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Dfs.is.

Þar segir að Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hafi sent Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli, erindi þessa efnis. Afréttirnir hafi verið friðaðir með formlegu samkomulagi frá árinu 1990.

Í bréfi landgræðslustjóra, sem vitnað er í í frétt Dfs.is, er lögð áhersla á að upprekstraraðili (ar) verði ákærður fyrir brot á fjallskilasamþykkt og að allra leiða verði leitað til að smala því fé sem um ræðir aftur til byggða til að forða viðkvæmum gróðurlendum frá frekari gróðurskemmdum. 

„Féð sem er óvant þessum afrétti mun væntanlega leita til byggða inn í ferðamannaparadísina Þórsmörk og Stakkholt og Steinsholt sem eru algjörlega óbeitarhæfir afréttir og áfram inn á heimalönd Merkurbænda sem eru afar illa farin eftir eldgosið 2010,“ segir m.a. í bréfi landgræðslustjóra til sýslumanns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert