Á Íslandi finnast stórkostlegar „lifandi“ óbyggðir samkvæmt því sem fram kemur á lista sem sjónvarpsstöðin CNN birti nýlega yfir þá 27 staði í heiminum sem að mati greinarhöfundar er skylda að heimsækja eða sjá.
Í þrettánda sæti á listanum, sem meðal annars hefur að geyma norðurljósin, Feneyjar og mexíkóska pýramída, er Þríhnúkagígur á Íslandi. Samkvæmt því sem fram kemur í greininni er ógleymanleg reynsla að heimsækja gígana. „Á sumrin er mögulegt að fara inn í innri hólf eldfjallsins, sem hefur verið óvirkt í 4.000 ár. Eftir stutta göngu yfir hraunbreiðuna fara þátttakendur í kláf sem ferjar þá 120 metra niður í kjarna eldfjallsins og bergkviku þess. Þessi hluti elstöðvarinnar er aðeins aðgengilegur frá miðbiki júní til loka júlí,“ segir í greininni.
Listann í heild má finna hér.