Verð á metani hækkar að nýju

Metandæla við bensínstöð N1 við Ártúnshöfða.
Metandæla við bensínstöð N1 við Ártúnshöfða. mbl.is/Golli

Verð á metani hækkaði sl. föstudag um 18 krónur rúmmetrinn. Kostar hver rúmmetri 149 kr. nú en kostaði áður 131 krónu. Verðið hækkaði einnig í vor.

„Nýr samningur var gerður 20. júlí á milli N1 og Sorpu, sem selur okkur metanið. Verðið til okkar hækkaði talsvert í þessum samningi og þar af leiðandi hækkar útsöluverðið,“ segir Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs N1, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert