Vilja ekki olíuhreinsunarstöð

Vopnafjörður
Vopnafjörður Ljósmynd/mats.is

Nokkrir landeigendur í nágrenni Þórshafnar leggjast alfarið gegn áformum um stórfellda uppbyggingu innviða til að þjónusta hugsanlegan olíuiðnað og mögulega umskipunarhöfn í Finnafirði vegna opnunar siglingaleiða norður af landinu. Stendur m.a. til að reisa olíuhreinsunarstöð í Finnafirði.

Rætt er við Guðmund Vilhjálmsson, einn eigenda jarðarinnar Syðra-Lóns við Þórshöfn, í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins, 24. júlí, og fylgir bréf lögmanns hans til sveitarstjórnar Langanesbyggðar hér með í viðhengi, þar sem framganga sveitarstjórna í málinu er gagnrýnd.

Allt að 15.000 manna byggð á Þórshöfn

Ítarlega er fjallað um umrædd áform í Morgunblaðinu en Halldór Jóhannsson, skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar og talsmaður Huang Nubo, gerði frumdrög að skipulagi þar sem gert var ráð fyrir allt að 15.000 manna íbúabyggð á Þórshöfn vegna fyrirhugraðrar uppbyggingar.

Guðmundur fer hörðum orðum um sveitarstjórnir á svæðinu og segir þær sýna heimamönnum yfirgang.

„Við landeigendurnir leggjumst alfarið gegn áformum um stórfelldu uppbyggingu í Finnafirði og hugmyndum um olíuhreinsunarstöð þar,“ segir Guðmundur en nánar er rætt við hann í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka