Árekstur, sem varð á Hringbraut í gærkvöldi, má rekja til þess að ökumenn þriggja bifreiða höfðu numið staðar til að hleypa gæsahóp yfir götuna. Sá fjórði náði ekki að stöðva í tæka tíð og keyrði aftan á öftustu bifreiðina með þeim afleiðingum að eldur braust út.
Slökkviliðið var kallað á vettvang og lokaði lögreglan svæðinu umhverfis slysstaðinn, m.a. Njarðargötu og hluta Hringbrautarinnar. Voru margir slökkvibílar og lögreglubílar á vettvangi.
Einn var fluttur á slysadeild en að sögn lögreglunnar sakaði engan þótt ökumönnunum hafi vissulega verið brugðið eftir atvikið. Báðir bílarnir eru ónýtir.
Frétt mbl.is: Eldur í bílum á Hringbraut