Biskup sæmdur stórkrossi

Fjölskylda Agnesar var viðstödd athöfnina (f.v.): Þórunn S. Berg, Baldur …
Fjölskylda Agnesar var viðstödd athöfnina (f.v.): Þórunn S. Berg, Baldur Hannesson, Margrét Hannesdóttir, Agnes, Ólafur Ragnar, Sigurður Hannesson og Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir. mbl.is/Sigurgeir

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í dag sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, stórkrossi við athöfn á Bessastöðum.

Agnes tók við embættinu þann 1. júlí sl. og segir hún síðustu vikur hafa verið afar lærdómsríkar. 

„Verkefnin eru næg og verðug og mörg hver af ólíkum toga en mér finnst mjög gaman að fást við þetta.“ Hún segir verkefnin flest lúta að starfsmannamálum. „Svo hef ég vígt prest og sett annan prest í embætti prófasts en mestur tími hefur farið í viðtöl og að koma sér inn í málin.“

Dagskráin er þétt skipuð hjá Agnesi. „Framundan er t.d. kirkjuafmæli og biskupsvígsla á Hólum sem er mjög stórt verkefni. 1. ágúst er innsetning forseta Íslands og í lok ágúst tek ég þátt í biskupsvígslu í Svíþjóð. Svo er ég búin að lofa að predika í kirkjum flesta sunnudaga.“ Að auki mun Agnes sitja sitt fyrsta kirkjuþing í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert