Hreppsnefnd Reykhólahrepps lýsir undrun sinni á því að svokölluð leið B, út með Þorskafirði að vestanverðu, skuli ekki vera tekin með í drögum að tillögu að matsáætlun vegna vegagerðar á leiðinni milli Bjarkalundar og Melaness. En sú leið er á aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Fram kemur á vef Reykhólahrepps að bókun þessa efnis var gerð á fundi nefndarinnar í gærkvöldi. Þá var fjallað um drög Vegagerðarinnar að tillögu þar sem valið stendur aðeins milli þriggja leiða, D1, H og I
Þá segir að nefndin krefjist þess, að leið A1 verði tekin til greina og tekin til mats á umhverfisáhrifum til samanburðar við leið I. Við hönnun brúar á leið A1 verði athugaður möguleiki á samstarfi við Vesturorku um sjávarfallavirkjun.
„Á samráðsfundum með innanríkisráðherra haustið 2011 voru skilaboðin þau, að skoða ætti alla kosti á láglendi, og sér sveitarstjórn ekki að það sé uppfyllt nema tekið verði tillit til ofangreindra athugasemda,“ segir í bókun hreppsnefndar.