Rauðáta í makrílskjaft

Sandsíli
Sandsíli

Frumniðurstöður í rannsókn á sandsíli benda eindregið til þess að sandsíli fitni ekki sökum samkeppni um fæðu í sjónum. Líklegasti sökudólgurinn er makríll sem er nýgenginn inn á Íslandsmið.

Svo segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur og sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Morgunblaðinu í dag. Sandsíli hefur fækkað mikið á undanförnum árum við strendur Íslands. Nú er svo komið að lítið er eftir af sílinu sem er meðal annars fæða lunda sem hefur átt erfitt uppdráttar.

„Það eru tvær tilgátur í gangi um það af hverju sandsíli hefur fækkað. Önnur gengur út á samkeppnina. Það er að makríll sé að borða, bæði fæðu sandsílisins og sandsílið sjálft. Eins að stóri ýsuárgangurinn frá árinu 2003 hafi étið svo mikið af sandsílishrognum. Hin tilgátan er sú að átumagn breytist með hlýrri sjó. Fyrir vikið verði sílið rýrara,“ segir Erpur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert