B-leið verði skoðuð að nýju

Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
Vestfjarðavegur um Gufudalssveit. mbl.is

Sveitarstjórnarmenn á sunnanverðum Vestfjörðum eru ósáttir við áform Vegagerðarinnar um að taka ekki B-leiðina svokölluðu um Þorskafjörð með við nýtt mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Óttast þeir að jarðgöng verði látin mæta afgangi.

Vegagerðin hyggst meta þrjá kosti, þar af tvo með jarðgöngum um Hjallaháls. Ódýrasti kosturinn, leið D1, sem miðast í aðalatriðum við lagfæringar á núverandi vegi og göngum undir Hjallaháls, kostar 9,1 milljarð. Fram kemur í tillögu að matsáætlun að tæpan milljarð vantar á að þær fjárveitingar sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun til ársins 2022 dugi til að ljúka verkinu á þeim tíma.

„Mér líst ekki illa á þennan möguleika, ef það fást þá einhvern tímann fjármunir til að gera göngin,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, um valkost Vegagerðarinnar og vekur athygli á því að hingað til hafi fólk þurft að bíða í áratugi eftir jarðgöngum. Hún segir að B-leiðin sem Vegagerðin ætlaði upphaflega að leggja sé tvímælalaust hagkvæmasti kosturinn og taki stystan tíma. Gert er ráð fyrir B-leiðinni í aðalskipulagi Reykhólahrepps. Hreppsnefndin lýsir undrun sinni á því að sú leið er ekki með í matinu. Einnig er þess krafist að leið A1 yfir Þorskafjörð verði metin í tengslum við hugmyndir um sjávarfallavirkjun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert