Engin Ástarvika í Bolungarvík

Frá Ástarvikunni á Bolungarvík.
Frá Ástarvikunni á Bolungarvík. Ljósmynd/BB

Ástarvikan í Bolungarvík, sem verið hefur fastur punktur í tilverunni síðsumars átta ár í röð, verður ekki haldin að þessu sinni. Soffía Vagnsdóttir sem hefur verið potturinn og pannan í Ástarvikunni frá upphafi glaðvaknaði allt í einu í nótt og sagði við sjálfa sig: Sossa, þú verður að tilkynna að það verði ekki Ástarvika í ár. „Já, staða mín er þannig að ég sé mér ekki fært að gera þetta núna. Ég var öll af vilja gerð og ætlaði að reyna, en það er bara búið að vera svo annasamt,“ segir hún í samtali við Bæjarins besta.

„Það varð mikil breyting hjá mér í vetur þegar Ingibjörg systir mín lést, hún var mikið með mér í þessu og líka í gistiþjónustunni. En í staðinn fyrir Ástarviku þetta árið ætla góðir vinir mínir að skella upp tónleikum í Kjallaranum hér í Bolungarvík 12. ágúst – og svo verð ég bara í brjáluðu stuði næsta ár!“ segir Sossa ennfremur á vef BB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert