Eins og að svífa í sápukúlu yfir Íslandi

Að vera inni í stórri sápukúlu, sem svífur yfir Íslandi, kemst líklega næst því að skoða landið úr þyrlu, slíkt er útsýnið og upplifunin. Þyrluferðir um landið njóta sívaxandi vinsælda og eru alls ekki bara fyrir ríka og fræga fólkið, að sögn framkvæmdastjóra Norðurflugs, sem býður upp á þyrluferðir.

Birgir Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir að þar sé boðið upp á fjölbreytt úrval skipulagðra ferða, en einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að fá klæðskerasniðnar ferðir. 

Mbl.is var boðið í þyrluferð, þar sem Reykjavíkurborg var skoðuð úr lofti og síðan var stefnan tekin á háhitasvæðið við Hengilinn.

„Bloody marvellous“

Að auki voru þau Bob og Pat Garton frá Bretlandi með í för. Þau hafa dvalið hér á landi undanfarna daga og farið víða um landið og sögðu það mikla upplifun að skoða landið á þennan hátt. Eða eins og Bob orðaði það á móðurmáli sínu: „It was bloody marvellous.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert