Ákvörðun Hæstaréttar „mikil vonbrigði“

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Ómar

„Þetta eru mik­il von­brigði,“ seg­ir Guðmund­ur Magnús­son, formaður Öryrkja­banda­lags Íslands, en Hæstirétt­ur hef­ur hafnað kæru hans, Ásdís­ar Jennu Ástráðsdótt­ur og Rún­ars Björns Her­rera Þorkels­son­ar þar sem þess var kraf­ist að kjör for­seta Íslands í kosn­ing­um 30. júní 2012 verði ógilt.

„Mér finnst þetta gam­aldags hug­mynda­fræði sem þarna skín í gegn, for­ræðis­hyggja yfir fötluðu fólki,“ bæt­ir hann við. Kæra þre­menn­ing­anna laut að þeirri ákvörðun kjör­stjórna að fatlaðir fengu ekki að njóta hjálp­ar aðstoðar­manns eða trúnaðar­manns að eig­in vali held­ur þurftu að merkja kjör­seðil með aðstoð eins af kjör­stjórn­ar­mönn­um í viðeig­andi kjör­deild. Þeim sem ekki féllust á það og kröfðust þess að fá að njóta aðstoðar trúnaðar­manns að eig­in vali var meinað að kjósa.

Frétt mbl.is: Kær­um vegna kosn­inga hafnað

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert