Metanbílar tæp 0,5% af heildarbílaflota landsmanna

mbl.is/G.Rúnar

Í dag eru samtals 1.134 metanbílar á Íslandi, ef með eru taldir þeir bílar sem hefur verið breytt á þann veg að þeir ganga fyrir bæði bensíni eða dísel og metani.

Heildarfloti landsmanna er samtals 241.941 bíll og því eru metanbílar enn sem komið er einungis um 0,5% af íslenska bílaflotanum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að takmarkað úrval er af nýjum metanbílum hjá bílaumboðum landsins því aðeins tvö umboð, Hekla og Askja, bjóða upp á nýja bíla sem hannaðir eru fyrir metaneldsneyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert