„Sigur lýðræðislegrar byltingar“

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

„Ég held að það séu marg­ar ástæður. Þar á meðal að fólkið vill vera visst um að í framtíðinni sé maður með reynslu og til­bú­inn að taka ákv­arðanir jafn­vel þó svo að þeim sé mót­mælt af valda­öfl­um í sam­fé­lag­inu,“ sagði dr. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands í viðtali við frétta­mann­inn Christophe Robee á sjón­varps­stöðinni France 24 sem birt­ist í dag.

„En ég held að kannski hafi það verið stuðning­ur við mig vegna þeirr­ar ákvörðunar að fara með Ices­a­ve málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, ekki bara vegna máls­ins sjálfs held­ur vegna þess að hafa komið á virku lýðræði í mál­um sem fólkið vill ákv­arða um,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Sig­ur fyr­ir lýðræðis­lega bylt­ingu

„Ég sé þetta meira sem sig­ur lýðræðis­legr­ar bylt­ing­ar í mínu landi á tím­um efna­hags­legra erfiðleika frem­ur en minn per­sónu­lega sig­ur,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar minnti á að ís­lenska for­seta­embættið hefði verið það fyrsta í ver­öld­inni þar sem fólkið kaus for­seta í beinni kosn­ingu og að inn­tök­in í stjórn­ar­skránni væru á þá leið að for­seti ætti að vega upp á móti þing­inu þegar þjóðin væri ekki sátt við lykt­ir mála á Alþingi. Hann sagði að um alla Evr­ópu hefðu ráðamenn þurft að taka erfiðar ákv­arðanir á síðustu tím­um. Það sem hér Íslandi hefði gerst væri áhuga­verð sýn á átök­in á milli fjár­magns og lýðræðis.

Þjóðar­at­kvæðagreiðslur hjálpuðu fólki að fá nýja sýn á framtíðina

„Árang­ur­inn af efna­hags­bata Íslands er áhuga­verður í því ljósi sem fólk í Evr­ópu var að tala um þegar ég setti Ices­a­ve málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Fólk spáði því að Ísland myndi ein­angr­ast. Hér yrðu fjár­mála­leg­ar rúst­ir og ein­hverj­ir sögðu að Ísland yrði jafn­vel „Kúpa norðurs­ins.“ Eng­ar af þess­um dóms­dags­spám reynd­ust rétt­ar. Þvert á móti. Árang­ur­inn af þjóðar­at­kvæðagreiðslum hjálpaði til við að rétta af efna­hag þjóðar­inn­ar með því að gefa þjóðinni sjálfs­álit á ný og sjálfs­traust. Að gefa þeim nýja sýn á aðra framtíð.

Hér erum við næst­um fjór­um árum eft­ir banka­hrunið með ís­lenska hag­kerfið í góðum bata og minnsta at­vinnu­leysi í Evr­ópu. Marg­ir af mik­il­væg­um þátt­um at­vinnu­lífs­ins eru að gera mun bet­ur nú en árin á und­an banka­hrun­inu. Ég held að þetta sé sam­bland af rétt­um ákvörðunum stjórn­mála­manna og af lýðræðisvæðing­unni hér á landi,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar um ástæður efna­hags­bat­ans.

Þjóðinni best borgið utan við Evr­ópu­sam­bandið

„Mín afstaða hef­ur byggst á nokkr­um atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-At­lands­haf­inu og norður­hluta Evr­ópu. Ná­granni okk­ar í vestri, Græn­land ákvað að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið. Ná­granni okk­ar í austri, Nor­eg­ur, gekk tvisvar í gegn­um þjóðar­at­kvæðagreiðslur um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og mistókst í bæði skipt­in. Ef þú ferð um alla norðan­verða Evr­ópu frá Græn­landi gegn­um Ísland, Bret­land, Nor­eg, Dan­mörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finn­landi sem þú finn­ur evru­ríki.

Í reynd hef­ur nán­ast öll Norður-Evr­ópa ákveðið að halda í eig­in gjald­miðil og ef þú bæt­ir við land­fræðilegri staðsetn­ingu okk­ar og hvernig ná­granna­ríki okk­ar hafa valið að fara aðra leið í gjald­miðils­mál­um og bæt­ir svo við yf­ir­ráðunum yfir land­helg­inni og auðlind­um lands­ins. Það hef­ur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyr­ir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evr­ópu­sam­bandið,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

„Evr­an eng­in ávís­un á ár­ang­ur“

„Ég held að all­ir átti sig á því að einn mesti lær­dóm­ur sem Evr­ópu­rík­in geta dregið á und­an­förn­um árum er sú staðreynd að evr­an sjálf er ekki ávís­un á neinn ár­ang­ur. Raun­in er sú að evru­svæðið er það svæði sem hef­ur end­ur­tekið þurft að horf­ast í augu við áhrif krepp­unn­ar hef­ur haldið fleiri neyðafundi um gjald­miðil­inn en nokk­urt annað svæði í heim­in­um,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar þegar hann var innt­ur eft­ir því hvort evr­an væri ekki betri hér á landi í því ljósi að hér væri tíð verðbólga og háir vext­ir.

„Krón­an mik­il­væg­ur hluti af lausn­inni“

„Þegar bank­arn­ir voru meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins var hægt að halda því fram að krón­an hafi jafn­vel verið hluti vand­ans. En það á ekki við leng­ur og við end­ur­reisn lands­ins er það svo að krón­an er mik­il­væg­ur hluti af lausn­inni. Sú staðreynd að með því að geta fellt gjald­miðil­inn gát­um við gert út­flutn­ings­grein­arn­ar, orku­geir­ann, fisk­inn, ferðageir­ann og tækni­geir­ann bet­ur sam­keppn­is­hæfa og fram­sækna.

Ein af ástæðum fyr­ir því að ís­lensk­ur ferðaiðnaður hef­ur auk­ist stór­kost­lega frá hruni er okk­ar eig­in gjald­miðill. Þetta er ein af klass­ísku leiðunum til að ná bata,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann á erfitt verk­efni fyr­ir hönd­um

For­set­inn sagði að ut­an­rík­is­ráðherr­ann myndi eiga mjög erfitt verk­efni fyr­ir hönd­um að ná út­komu í samn­ingaviðræður við Evr­ópu­sam­bandið sem ís­lenska þjóðin myndi samþykkja.

„Lít­um á sjáv­ar­út­vegs­stefn­una. Af hverju er Ísland að ná ár­angri? Ein af ástæðunum er okk­ar sjáv­ar­út­vegs­stefna. Við höf­um stundað sjálf­bær­ar veiðar til ára­tuga á meðan fiski­stofn­ar hrynja allt í kring. All­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins viður­kenndu fyr­ir ári að sjáv­ar­út­vegs­stefna Evr­ópu­sam­bandiðn væri mis­lukkuð.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er stór hluti af tekju­lind þjóðar­inn­ar. Það mætti halda því fram að það væri ekki lýðveldi á Íslandi ef ekki hefðu komið til fisk­veiðar okk­ar á und­an­förn­um ára­tug­um. Staðreynd máls­ins er sú að Evr­ópu­sam­bandið er með mis­lukkaða fisk­veiðistefnu og kannski á næst­um árum munu þeir viður­kenna að ís­lenska stefn­an er betri,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands.

Bessastaðir, embættisbústaður forseta Íslands þar sem viðtalið fór fram.
Bessastaðir, embætt­is­bú­staður for­seta Íslands þar sem viðtalið fór fram. mbl.is/Ó​mar
Ólafur Ragnar telur þjóðina hafa styrkst við að kjósa tvívegis …
Ólaf­ur Ragn­ar tel­ur þjóðina hafa styrkst við að kjósa tví­veg­is um Ices­a­ve-lög­in og hún hafi við það öðlast sjálfs­traust. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka