Vilja rannsókn á tengslum

Olíuhreinsunarstöð Statoil og Shell í Mongstad í Noregi. Áform eru …
Olíuhreinsunarstöð Statoil og Shell í Mongstad í Noregi. Áform eru um olíuhreinsunarstöð í Finnafirði. mbl.is/Statoil

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst beita sér fyrir rannsókn á því hvort einhver tengsl kunni að vera á milli áhuga Huang Nubo á að fjárfesta í Grímsstöðum á Fjöllum og áætlana um stórfellda uppbyggingu hafnarmannvirkja í Finnafirði.

Tilefnið er að Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang, hefur komið að skipulagi í Finnafirði sem skipulagsráðgjafi Langanesbyggðar.

Þá telur Ögmundur að sveitarfélögin á Norðausturlandi geti ekki einhliða ákveðið að umskipunarhöfn þar keppi við Súez-skurðinn, líkt og Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, sér fyrir sér.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kallar Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, líka eftir rannsókn á því hvort málin tvö tengist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka