Sr. Kristinn með 1.244 þúsund

Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur á Selfossi, var tekjuhæsti prestur …
Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur á Selfossi, var tekjuhæsti prestur landsins í fyrra.

Tekjuhæsti prestur landsins í fyrra er sr. Kristinn Á. Friðfinnsson, sóknarprestur á Selfossi, með 1.244 þúsund á mánuði, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Næstur honum er sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, með 1.006 þúsund á mánuði. Sr. Cecil Haraldsson, sóknarprestur á Seyðisfirði, er þriðji hæst launaði prestur landsins með 993 þúsund á mánuði. Fjórði er sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Neskaupstað, og fyrrverandi biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, er fimmti með 949 þúsund krónur á mánuði.

Vígslubiskupinn á Hólum, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, er sjötti með 942 þúsund á mánuði. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er í tíunda sæti yfir presta landsins í fyrra með 843 þúsund krónur á mánuði, en þá starfaði hún sem sóknarprestur Bolvíkinga.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, núverandi vígslubiskup í Skálholti, var með 753 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, var með 699 þúsund á mánuði. Sr. Örn Bárður Jónsson, Nesprestakalli, var með 662 þúsund á mánuði. Sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, var með 621 þúsund á mánuði í fyrra.

Sr. Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprestur á Selfossi sem nú starfar á biskupsstofu, var með 591 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, var með 560 þúsund krónur á mánuði í fyrra og sr. Elínborg Sturludóttir, sóknarprestur í Stafholtssókn, var með 554 þúsund á mánuði í fyrra.

Sr. Cecil Haraldsson, sóknarprestur á Seyðisfirði var þriðji hæst launaði …
Sr. Cecil Haraldsson, sóknarprestur á Seyðisfirði var þriðji hæst launaði prestur landsins árið 2011.
Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, var fimmti hæst launaði prestur …
Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, var fimmti hæst launaði prestur Íslands 2011. mbl.is/Ómar
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var með 843 þúsund …
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var með 843 þúsund á mánuði í fyrra. mbl.is/Eggert
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti var með 753 …
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti var með 753 þúsund á mánuði í fyrra. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert