Útvarpsstjóri með 1.449 þúsund í mánaðarlaun

Páll Magnússon útvarpsstjóri var með 1.449 þúsund á mánuði í …
Páll Magnússon útvarpsstjóri var með 1.449 þúsund á mánuði í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar tekjur embættismanna og forstjóra ríkisstofnana eru skoðaðar í tekjublaði Frjálsrar verslunar má sjá að Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, er meðal þeirra tekjuhæstu með 1.449 þúsund á mánuði í fyrra.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, var með 1096 þúsund á mánuði. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, var með 1041 þúsund á mánuði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, var með 995 þúsund á mánuði. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var með 954 þúsund á mánuði.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var með 948 þúsund á mánuði í fyrra. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri var með 875 þúsund á mánuði. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var með 757 þúsund í mánaðarlaun og Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, var með 735 þúsund á mánuði.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var með 954 þúsund í mánaðarlaun …
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, var með 954 þúsund í mánaðarlaun í fyrra.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var með 948 þúsund á …
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var með 948 þúsund á mánuði í fyrra. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert