5,2% atvinnuleysi í júní

mbl.is/Ómar

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júní 2012 að jafnaði 192.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 182.400 starfandi og 10.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,8%, hlutfall starfandi 81,3% og atvinnuleysi var 5,2%.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að atvinnuleysi hafi aukist um 0,6 prósentustig frá því í júní 2011 en þá var það 4,7%.

„Á öðrum ársfjórðungi 2012 mældist atvinnuþátttaka 82,8% að jafnaði. Hlutfall starfandi var 76,9% og atvinnuleysi 7,2%. Starfandi fjölgaði um 2.200 manns og atvinnulausum fækkaði um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi 2011.

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan,“ segir í frétt frá Hagstofunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert