Mávur veldur usla á Rangárvöllum

Mávurinn hefur sótt í afganga af kjötmjöli Landgræðslunnar á Rangárvöllunum.
Mávurinn hefur sótt í afganga af kjötmjöli Landgræðslunnar á Rangárvöllunum. Ómar Óskarsson

Um 1.000 fugla sílamávahaf hefur undanfarið haldið sig í og við land Svínhaga á Rangárvöllum. Sækir fuglinn í afgangshrúgur af kjötmjöli á vegum Landgræðslunnar, sem hefur leyfi til að dreifa slíku mjöli í uppgræðsluskyni á nærliggjandi svæðum, segir á vef fréttablaðs Suðurlands, Dagskránni.

Að sögn Benedikts Benediktssonar, sumarbústaðaeiganda í Svínhaga, rennur fuglinn á lyktina frá svæðinu þar sem kjötmjölssekkirnir voru geymdir og fer í afgangana, með tilheyrandi ónæði og mengun.

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri biður sumarbústaðaeigendur á svæðinu afsökunar á ónæðinu, segir á vefsíðu DSF. Skilst honum á fuglafræðingum að fuglinn hverfi af svæðinu á næstu dögum og málið verði þar með úr sögunni. Bætir hann við að kjötmjölið hafi reynst mjög vel í uppgræðslustarfi Landgræðslunnar, en betur hefði þurft að ganga frá því á svæðinu.

Sjá nánar um málið á vef DSF hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert