Vill endurskoða málið frá grunni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill endurskoða allar ákvarðanir sem teknar hafa verið varðandi þá ráðstöfun að kínverski fjárfestirinn, Huang Nubo, geti hafið starfsemi á Grímsstöðum á Fjöllum.

Í grein í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Miles Yu hjá The Washington Times að í Kína séu engar einkafjárfestingar, að þar hafi einungis háttsettir núverandi eða fyrrverandi embættismenn í kínverska kommúnistaflokknum aðgang að fjármagni. Að baki þeirra standi deildir í kommúnistaflokknum og þar af leiðandi geti kínverska ríkisstjórnin yfirtekið fyrirtæki þessara manna hvenær sem er.

Ögmundur segir ástæðu til að fara betur ofan í þessi mál og mun taka málið upp á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þar sem hann mun leggja til að málin verði endurskoðuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert