„Þótt gleðiefni sé að hreyfing skuli vera komin á málin væri æskilegt að þau væru unnin í samvinnu við vestræn ríki, en ekki einræðisríki. Við gætum setið hér uppi með aðstöðu einræðisríkis. Það gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.“
Þetta segir Þór Jakobsson veðurfræðingur og á við Kína og þann áhuga sem leiðtogar risaríkisins hafa sýnt Íslandi, m.a. hvað varðar aðstöðu til siglinga.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að Þór hefur lengi rannsakað möguleika til siglinga norður af landinu og telur að íslensk stjórnvöld þurfi að rannsaka betur skilyrði til að byggja umskipunarhöfn vegna hugsanlegrar skipaumferðar.