22,3 stiga hiti á Eyrarbakka

Eyrarbakkakirkja.
Eyrarbakkakirkja. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Hiti mældist hæstur á Eyrarbakka í dag, 22,3 stig. Á Sauðárkróki mældist 21,8°C og á hálendinu fór hitinn mest í 19,8 stig við Svartárkot í Bárðardal. Næsta sólarhringinn er spáð hægri vestlægri hátt og 10-20 stiga hita, hlýjast verður norðaustanlands.

Veðurspá næsta sólarhringinn af vef Veðurstofu Íslands:

Hæg vestlæg átt eða hafgola. Léttskýjað eða bjartviðri austanlands, en þykknar smám saman upp vestanlands. Dálítil súld eða rigning með köflum á vestanverðu landinu síðar í nótt og á morgun. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins norðaustan til. Hiti víða 5 til 10 stig í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert