Því var fagnað í dag að 350 ár eru frá Kópavogsfundinum. Var það gert með sögugöngu, afhjúpun fræðsluskiltis og skemmtidagskrá.
Að samkomunni stóðu Sögufélag Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Bókasafn Kópavogs. Söguganga var farin frá íþróttahúsinu Smára að gamla þingstaðnum.
Leiðsögumaður var Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur. Þar afhjúpaði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ný fræðsluskilti.
Í framhaldinu var svo dagskrá á sviði við gamla Kópavogsbæinn. Margrét Björnsdóttir forseti bæjarstjórnar greindi þar frá áætlunum um uppbyggingu gamla Kópavogshælisins, Götuleikhús Kópavogs setti Kópavogsfundinn á svið og félagar úr lúðrasveitinni Svani léku nokkur lög.
Dagskránni lauk svo á endurgerð fyrstu flugeldasýningarinnar á Íslandi sem haldin var að loknum Kópavogsfundi 1662.
Hvað gerðist á Kópavogsfundinum? Sjá svar Vísindavefjarins hér.