Um 70 manna hópur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa sameiginlega kost á sér til ábyrgðarstarfa fyrir Heimdall. Hugsjónir um frelsi einstaklingsins eru leiðarljós framboðsins auk þess sem barist verður fyrir hagsmunum ungs fólks, segir í tilkynningu frá hópnum.
Tólf manns sitja í stjórn Heimdalls, en hópurinn ráðgerir að halda áfram úti fimm deildum sem hafi allar mismunandi verkefni. Markmiðið með þessu er að halda starfi Heimdalls opnu og virku, eins og það hefur verið síðastliðin ár. Hópurinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Síðumúla 28.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi við HÍ, gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður fyrir hönd hópsins og Einar Smárason, formaður félags viðskiptafræðinema í HR, gefur kost á sér sem varaformaður.
Auk þeirra munu gefa kost á sér til stjórnar: Aníta Rut Hilmarsdóttir gjaldkeri skólafélags MS, Hilmar Freyr Kristinsson stjórnarmaður í Heimdalli, ritari SUS og viðskiptafræðinemi við HR, Ingimar Tómas Ragnarsson stjórnarmaður í Heimdalli og nemi í MR, Ingvar Smári Birgisson stjórnarmaður í Heimdalli og nemi við MR, Jakob Steinn Stefánsson nemi í MS, Rögnvaldur Þorgrímsson stjórnarmaður í Heimdalli og nemi við MS, Rósa Kristinsdóttir laganemi í HR, Rúna Helgadóttir stjórnarmaður í Heimdalli og nemi við MK, Sylvía Dagmar Briem Friðjónsdóttir stjórnmálafræðinemi í HÍ og Viktor Ingi Lorange nemi við VÍ.
Aðrir frambjóðendur hópsins eru eftirfarandi:
Í funda- og menningardeild verða Árni Freyr Magnússon laganemi í HÍ (formaður), Alexander Haraldsson nemi við VÍ, Anton Egilsson stjórnarmaður í Heimdalli og laganemi í HÍ, Aron Eydal Sigurðarson nemi við MH, Bára Sif Magnúsdóttir viðskiptafræðinemi við HR, Eggert Thorarensen nemi í VÍ, Erna Björk Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðinemi við HÍ, Guðmundur Hlífar Ákason nemi í VÍ, Hrund Ólafsdóttir verkfræðinemi við HÍ, Hulda Rós Sigurðardóttir nemi í opinberri stjórnsýslu við HÍ og Sverrir Þór Sigurðsson nemi við VÍ.
Í kynningadeild verða Karítas Ólafsdóttir nýstúdent úr VÍ (formaður), Guðrún Ingadóttir nýstúdent úr VÍ, Haukur Jónsson nemi við VÍ, Haukur Óskarsson nemi við MR, Heiðdís Ósk Pétursdóttir nýstúdent úr VÍ, Helga Hannesdóttir nemi við VÍ, Katrín Dögg Óðinsdóttir nemi í MR, Kolbrún Heiða Kolbeinsdóttir nýstúdent úr VÍ, Kristín Dóra Ólafsdóttir nýstúdent úr VÍ, Lilja Kristjánsdóttir stjórnmálafræðinemi í HÍ, Rebekka Guðmundsdóttir nýstúdent úr VÍ landsliðskona í handbolta, Sigríður Erla Sturludóttir nýstúdent úr VÍ, og Sonja Anaïs Ríkharðsdóttir nemi í MS.
Í markaðs- og vefdeild verða Sindri Ástmarsson útvarpsmaður á Flass (formaður), Hörður Guðmundsson nemi við VÍ, Kristján Hafþórsson sálfræðinemi í HR, Margrét Petrína Hallsdóttir nemi við VÍ, María Soffía Júlíusdóttir nemi í MR, Oddur Þorkell Jóakimsson nemi við félagsvísindadeild HÍ, Sólrún Dögg Sigurðardóttir nemi í HR, Víðir Orri Reynisson stjórnarmaður í Heimdalli og formaður félags tölvunarfræðinema við HÍ og Viktoría Sigurðardóttir fjármálaverkfræðinemi í HR.
Í skemmtideild verða Andri Steinn Hilmarsson ármaður nemendafélags MS (formaður), Arnar Leó Ágústsson nemi í MS, Baldur Sigurðsson nemi við Flensborgarskóla, Davíð Arnarsson viðskiptafræðinemi í HÍ, Egill Ásbjarnarson stjórnarmaður í Heimdalli og laganemi við HÍ, Hilmar Leó Antonsson nemi í MS, Höskuldur Agnar Þorvarðarson nýstúdent úr MR, Karl Sigurðsson verkefnastjóri hjá Kontrol, Kristín Edda Frímannsdóttir nemi í MR, Ólafur Evert laganemi við HR, Sveinn Andri Brimar Þórðarson lögreglumaður, Vilhjálmur Þór Davíðsson flugþjónn.
Í útgáfudeild verða Stefán Gunnar Sveinsson doktorsnemi við LSE (formaður), Alla Rún Rúnarsdóttir lagnemi í HÍ, Auður Guðríður Hafliðadóttir þjóðfræðinemi við HÍ, Auðbergur Daníel Hálfdánarson, Elín Margrét Böðvarsdóttir nemi í VÍ, Gísli Birgir Sveinsson nemi við VÍ, Heiðrún Jenný Smáradóttir laganemi við HR, Ingibjörg Karen Sigurjónsdóttir, Jökull Andri Sigurðsson nemi í VÍ, Olga Helena Ólafsdóttir lögfræðinemi í HR og Þorvarður Hrafn Ásgeirsson sagnfræðinemi við HÍ.
Jafnframt verður Hulda Rós Sigurðardóttir, nemi í opinberri stjórnsýslu við HÍ, tengiliður Heimdalls við hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.