Loka Dressmann á Laugavegi

Í einni af verslunum Dressmann.
Í einni af verslunum Dressmann. mbl.is/Ómar

Forsvarsmenn Dressmann tóku nýlega þá ákvörðun að loka búð þeirra á Laugaveginum, en búðin hefur verið rekin með tapi síðastliðin ár.

„Salan hefur dregist saman seinustu ár og það hefur ekkert upp á sig fyrir okkur að hafa búð á Laugaveginum. Leigan er rándýr og eigendur Dressmann erlendis hafa lengi velt þessu fyrir sér. Þetta er mjög leiðinlegt. Þetta er fyrsta Dressmann búðin sem er opnuð á Íslandi,“ segir Jóhann Ingi Davíðsson framkvæmdastjóri.

Dressmann hefur einnig rekið búðir í Smáralind, Kringlunni og á Akureyri, en að sögn Jóhanns verða þær búðir áfram opnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert