Steingrímur J.: Minni niðurskurður

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ómar

Ekki verður ráðist í neinar stófelldar niðurskurðaraðgerðir samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra. Aðhalds verði þó áfram gætt í rekstri. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, að í fjárlagafrumvarpi næsta árs verði ekki verði ráðist í niðurskurð á borð við þann sem verið hafi undanfarin ár. Þá segir að þótt aðhalds verði áfram gætt í rekstri þá verði „kokteillinn mildari“.

Þá segir að ráðherranefnd um ríkisfjármál hafi komið saman í stjórnarráðinu í kvöld til að fara yfir vinnu við fjárlagafrumvarp næsta árs og fjáraukalög. Vinnan sé komin lengra en venjulega á þessum árstíma vegna þess að Alþingi komi nú saman í fyrsta skipti annan þriðjudag í september, þ.e. 11. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert