Telur hækkun gjalda valda miklum skaða

Kaupmenn og fasteignaeigendur við Laugaveginn eru óánægðir með hækkun bílastæðagjalda …
Kaupmenn og fasteignaeigendur við Laugaveginn eru óánægðir með hækkun bílastæðagjalda í miðborginni. mbl.is/Árni Sæberg

Marg­ir kaup­menn og fast­eigna­eig­end­ur við Lauga­veg­inn í Reykja­vík eru mjög óánægðir með hækk­un bíla­stæðagjalda í miðborg­inni, en hækk­un­in tek­ur gildi í dag.

Frank Michel­sen, úr­smiður og kaupmaður á Lauga­veg­in­um, tel­ur að hækk­un­in eigi eft­ir að valda kaup­mönn­um í miðbæ Reykja­vík­ur mikl­um skaða. „Stæðunum fer stöðugt fækk­andi í miðborg Reykja­vík­ur. Borg­ar­yf­ir­völd eru alltaf að gera aðgengið að búðunum erfiðari. Áður fyrr var t.d. mik­il um­ferð fram hjá minni búð á morgn­ana. Nú er þetta al­gjör­lega horfið,“ seg­ir Frank, en hann tel­ur að þetta megi m.a. rekja til erfiðs aðgangs bíla í miðbæ Reykja­vík­ur.

Frank seg­ir borg­ar­yf­ir­völd vera full af hroka, en hann tel­ur að með þess­um aðgerðum sé verið að vega að eldri borg­ur­um og hreyfi­hömluðum. „Hvert á fólkið sem á erfitt með gang að fara? Á það bara að fara eitt­hvert annað?“ seg­ir Frank, en hann tel­ur að viðhorf borg­ar­yf­ir­valda eigi einnig eft­ir að bitna á þeim sem búa í út­hverf­um og á lands­byggðinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert