Brúarframkvæmdir hefjast eftir tvö ár

Ölfusárbrú. Mynd úr safni.
Ölfusárbrú. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss hefjast eftir tvö ár, eða árið 2014 en ekki 2018 eins og gert var ráð fyrir samkvæmt samgönguáætlun. Greint er frá þessu á fréttavefnum dfs.is og þar segir að um milljarðaframkvæmd sé að ræða sem muni skapa fjölmörg störf.

Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt í vor við endurskoðun samgönguáætlunar að flýta framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú við Selfoss, eða að færa verkið fram um fjögur ár.

Þá segir að Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, hafi staðfest þetta við DFS og segi að mikil samstaða hafi verið á meðal þingmanna um málið.

„Þetta verður risaframkvæmd sem kostar nokkra milljarða og verður góð innspýting inn í atvinnulífið á Suðurlandi,“ er haft eftir þingmanninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert