„Draumaborg fyrir hjólreiðafólk“

00:00
00:00

Reykja­vík­ur­borg og Vega­gerðin gengu í dag frá tíma­móta­samn­ingi um átak í gerð hjól­reiða- og göngu­stíga í Reykja­vík. Með samn­ingn­um er skil­greint hvaða leiðir heyri til grunn­kerf­is en á þeim leiðum skipt­ist kostnaður við fram­kvæmd­ir til helm­inga. Kostnaður við fram­kvæmd­ir er áætlaður um tveir millj­arðar króna.

Und­ir­rit­un samn­ings­ins fór fram yst á Geirs­nefi þar sem á næstu mánuðum verður komið fyr­ir án­ing­arstað nýrr­ar hjóla­leiðar sem tengja mun nýj­ar hjól­reiða- og göngu­brýr yfir Elliðaárósa. Það voru þeir Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borg­ar­ráðs, og Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri sem und­ir­rituðu samn­ing­inn í dag.

„Eig­um við ekki að segja að það sé verið sé að gera Reykja­vík­ur­borg að drauma­borg fyr­ir hjól­reiðarfólk,“ seg­ir Dag­ur.

Hann seg­ir að þetta sé í fyrsta skipti sem Reykja­vík­ur­borg og Vega­gerðin taki hönd­um sam­an og ætla að verja á næstu árum tveim­ur millj­örðum í að bæta hjól­reiðastíga­kerfi borg­ar­inn­ar.

„Við leggj­um áherslu á að auka val fólks varðandi sam­göngu­máta,“ seg­ir Dag­ur. Til­gang­ur­inn sé m.a. að gera hjól­reiðar ör­ugg­ar, þægi­leg­ar og hraðar.

Nán­ar á vef Vega­gerðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert