Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri munu í dag kl. 14:00 undirrita samkomulag sem leggur grunn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um tveir milljarðar króna.
Undirritunin fer fram yst á Geirsnefi, þar sem á næstu mánuðum verður komið fyrir áningarstað nýrrar hjólaleiðar sem tengja mun nýjar hjólreiða- og göngubrýr yfir Elliðaárósa, segir í tilkynningu frá borginni.