Eftirliti var ábótavant

mbl.is/Eggert

Inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu hef­ur borist skýrsla Flug­mála­stjórn­ar Íslands um at­vik á Kefla­vík­ur­flug­velli aðfaranótt 8. júlí þegar tveir menn komust yfir girðingu, um flug­véla­stæði og inn í flug­vél sem beið brott­far­ar. Í skýrsl­unni seg­ir m.a. að ljóst sé að eft­ir­liti með aðgangs­stýr­ingu, eft­ir­liti með flug­hlaði og vernd loft­fars hafi verið ábóta­vant.

Inn­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir að unnið verði áhættumat og lagðar fram til­lög­ur um hvernig heppi­leg­ast sé að haga flug­vernd á Kefla­vík­ur­flug­velli til fram­búðar til að fyr­ir­byggja at­vik sem þetta.

Í skýrslu Flug­mála­stjórn­ar seg­ir, að menn­irn­ir hafi kom­ist yfir girðingu þar sem fram­kvæmd­ir hafi staðið yfir, óséðir yfir hlað og ekki sést á eft­ir­lits­mynda­vél­um, upp stiga­bíl og um borð í flug­vél sem hafi verið opin og óvöktuð. Þá seg­ir að deild­ar­stjóri flug­valla- og flug­vernd­ar­deild­ar hafi strax farið fram á að leitað yrði allt hafta­svæði flug­vernd­ar sem menn­irn­ir hefðu hugs­an­lega getað haft aðgang að.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Þar seg­ir að eft­ir at­vikið hafi Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra óskað eft­ir því við Flug­mála­stjórn að fá skýrslu um málið og hvernig brugðist skuli við til að koma í fyr­ir að slík­ur at­b­urður geti end­ur­tekið sig.

„Í bréfi Pét­urs K. Maack flug­mála­stjóra með skýrsl­unni til ráðuneyt­is­ins seg­ir að í kjöl­far þess að menn­irn­ir fund­ust á sal­erni flug­vél­ar­inn­ar hafi strax verið gripið til ráðstaf­ana til að tryggja að menn­irn­ir hefðu ekki valdið spjöll­um á svæðinu og að eft­ir­lit og verklag hefði verið hert. Flug­mála­stjórn hef­ur metið skamm­tíma­lausn­ir og aðgerðir og hið herta eft­ir­lit sem þegar hef­ur verið gripið til og tel­ur þær ráðstaf­an­ir full­nægj­andi. Flug­mála­stjóri seg­ir að áhættumati sé beitt í æ rík­ari mæli og legg­ur til að flug­vernd­ar­ráð, sem meðal ann­ars hef­ur það verk­efni að end­ur­skoða flug­verndaráætl­un, verði kallað sam­an til fund­ar í haust til að ræða at­vikið og stöðuna í flug­vernd­ar­mál­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

„Þá hélt Flug­mála­stjórn fund með full­trú­um Isa­via, flugrek­enda og full­trúa rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem ít­rekuð var ósk um áhættumat. Farið verði yfir allt verklag, mynda­véla­vökt­un, rýni á starf­semi, mönn­un stjórn­stöðvar, vernd loft­fars og fleiri þætti. Var veitt­ur frest­ur til 31. ág­úst til að skila loka­skýrslu sem bygg­ist á slíku áhættumat. Á meðan mun verða fylgst með þeim skamm­tíma ráðstöf­un­um sem hafa nú þegar verið inn­leidd­ar og meta virkni þeirra reglu­lega,“ seg­ir enn­frem­ur.

Loks kem­ur fram að inn­an­rík­is­ráðuneytið hafi fylgst með fram­vindu máls­ins og muni meta stöðuna þegar loka­skýrsla ligg­ur fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert