Eyjamenn kepptu um tjaldsvæði

Baráttan um hvítu tjöldin.
Baráttan um hvítu tjöldin. Óskar P. Friðriksson

Hið árlega kapphlaup um hvítu tjöldin í Herjólfsdal fór fram klukkan 18:00 í kvöld. Með hlaupinu gefst heimamönnum kostur á að velja sér tjaldstæði fyrir hin svokölluðu hvítu tjöld sem setja ávallt mikinn svip á þjóðhátíð í Eyjum.

„Þetta er farið að komast núna í hefðbundnara form. Við höfum síðustu þrjú árin verið með niðurtalningu, höfum gefið út tímann og svo leyfum við starfsmönnum að hefjast handa 17:58 og öðrum klukkan 18:00,“ segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, og bætir við: „Þeir sem að vinna við það að koma upp mannvirkjunum fá tveggja mínútna forskot.“

Aðspurður hvort margir hafi tekið þátt í hlaupinu segir Páll: „Já, alveg óhemju.“ Hann bendir þó á að allir hafi fengið tjaldsvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert