Óli Björn Kárason: Á kostnað komandi kynslóða

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Íslend­ing­ar hafa ekki efni á að reka það um­fangs­mikla kerfi sem byggt hef­ur verið upp á umliðnum ára­tug­um, seg­ir Óli Björn Kára­son varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins  í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag. Hann seg­ir að ekki sé boðlegt að slá víxla til að reka hið op­in­bera kerfi og láta börn­un­um okk­ar og barna­börn­um eft­ir það erfða verk­efni að greiða. Óli Björn seg­ir að kom­inn sé tími til að for­gangsraða og skera niður út­gjöld hins op­in­bera. Hann spyr hvort það sé eðli­leg for­gangs­röðun að 300 þúsund manna þjóð haldi úti 15 sendi­ráðum og fjöl­mörg­um eft­ir­lits­stofn­un­um, sem sum­ar hverj­ar séu í besta falli a.m.k. óþarfar. 

„Þjóð sem tel­ur sig neydda til að skera niður í lög­gæslu hef­ur ekki efni á því að reka for­sæt­is­ráðuneyti sem kost­ar 1,2 millj­arða króna á ári“, seg­ir Óli Björn. „Sú spurn­ing vakn­ar hvort ekki sé hægt að reka vel­ferðarráðuneytið fyr­ir lægri fjár­hæð en 920 millj­ón­ir á sama tíma og heil­brigðis­stofn­an­ir á lands­byggðinni þurfa að sæta stór­kost­leg­um niður­skurði. Varla munu him­inn og jörð far­ast þótt tekið sé til hend­inni í um­hverf­is­ráðuneyt­inu sem kost­ar í heild 8,5 millj­arða og þar af 327 millj­ón­ir vegna rekstr­ar aðalskrif­stofu. Get­ur verið að eitt­hvað sé að í for­gangs­röðun þegar ekki er hægt að end­ur­nýja lífs­nauðsyn­leg tæki á sjúkra­hús­um en talið er rétt að reka Um­hverf­is­stofn­un fyr­ir 922 millj­ón­ir króna?“

Hann seg­ir að eng­in rík­is­stjórn í sögu lýðveld­is­ins hafi fengið annað eins ráðrúm til að skera upp rík­is­kerfið  með það að mark­miði að styrkja vel­ferðar­kerfið. Í stað þess að nýta tæki­færið hafi  rík­is­stjórn­in ákveðið  að halda áfram á sömu braut, en var neydd til niður­skurðar vegna sam­vinnu við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.
Grein Óla Björns er á blaðsíðu 19 í Morg­un­blaðinu í dag, en áskrif­end­ur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert