Góð stemning er á fjölskylduhátiðinni „Ein með öllu“ sem fram fer á Akureyri nú um verslunarmannahelgina. Hátíðin hófst í kvöld á útitónleikum í Skátagilinu, svokölluðum Fimmtudagsfílingi sem er í boði N4. Meðal þeirra sem fram koma eru Mannakorn, Ingó veðurguð, Friðrik Dór, Eyþór Ingi og Hvanndalsbræður.
Að venju er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og henni lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöld.
Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að í tilefni þess að Akureyrarbær eigi 150 ára afmæli í ár þá eru allir hvattir til að mæta í afmælisskapi með blöðrur í hönd.
Nánari upplýsingar um hátíðina.