Tveir hælisleitendur með Norrænu

Norræna við bryggju á Seyðisfirði.
Norræna við bryggju á Seyðisfirði.

Tveir hælisleitendur komu til landsins í dag með Norrænu. Um er að ræða karl og konu sem tjáðu lögreglu að þau væru annars vegar frá Nígeríu og hinsvegar frá Líbíu.

Í kjölfarið fór af stað hefðbundið ferli milli lögreglu og Útlendingastofnunar.

Hælisleitendurnar voru fluttir með flugi suður til Reykjavíkur og þaðan á gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ þar sem flóttamenn eru vanalega vistaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert