„Lambadrasl, lappir og dótarí“ fannst hjá dýrbít

Þorvaldur Garðar Helgason með feng.
Þorvaldur Garðar Helgason með feng. mbl.is/Jón Halldórsson

„Ég er búinn að vinna fimm gren og veiddi eitthvað nálægt 64 tófum í vetur,“ sagði Þorvaldur Garðar Helgason tófuskytta á Hólmavík. Dýrin eru í kringum 100 þegar allt er talið. Þau voru veidd vestan við Hólmavík og alveg vestur í Ísafjörð.

Þorvaldur var í samstarfi við Sigurð son sinn og félaga hans um veiðarnar síðasta vetur. Þeir síðarnefndu voru aðallega á svæðinu sunnan Hólmavíkur, alveg suður í Bitrufjörð, og búnir að veiða um 40 dýr. Samtals eru þeir feðgar því að nálgast 150 unna refi á þessu ári.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að Þorvaldur vann gren fyrir bóndann í Svansvík, rétt við Reykjanes innst í Ísafjarðardjúpi. „Þar var lambadrasl, lappir og dótarí heima á greni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert