Reykti kannabis í alþingisgarðinum

Örvar Geir Geirsson, sem er til vinstri á myndinni, reykir …
Örvar Geir Geirsson, sem er til vinstri á myndinni, reykir kannabis í Alþingisgarðinum í dag. mbl.is/Eggert

Örvar Geir Geirsson, talsmaður RVK Homegrown-samtakanna, sem vilja af-glæpun kannabisneyslu, reykti kannabis í alþingisgarðinum í dag. Örvar Geir lýsti því yfir í viðtali við mbl.is fyrr í júlí að hann hygðist fasta í tíu daga frá og með næstu mánaðamótum.

Auk þess myndi hann reykja þriðjung úr grammi af kannabis fyrir framan lögregluna í mótmælaskyni við að lögbundið væri að kannabisreykingar væru refsiverðar. 

Í viðtalinu lýsti Örvar því yfir að hann væri orðinn þreyttur á refsistefnu stjórnvalda í kannabismálum, hann hefði séð ýmsar hliðar á undirheimum og vissi hvað væri glæpur og óréttlæti.

Örvar Geir vísaði til þess að neysla kannabis ylli ekki öðrum skaða, hættu eða tjóni með upplýstri ákvörðun viðkomandi um kannabisneyslu. Hann sagðist ekki hvetja neinn til að brjóta lög og myndi því standa einn að mótmælunum. 

Þetta er mín eigin ákvörðun að gera þetta, en ef aðrir kjósa að taka þátt í þessu með mér mun ég ekki vísa þeim frá eða telja ofan af því, en ég mun heldur ekki hvetja til þess.“

Ekki náðist í Örvar Geir við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert