Alsæl með Laugaveginn sem göngugötu

Mikið hefur verið rætt um Laugaveginn eftir að hluti af götunni var lokaður fyrir bílaumferð í sumar. Heyrst hefur mikið í verslunareigendum sem eru ósáttir við lokunina en aðrir verslunareigendur eru þeim ósammála og vilja helst hafa Laugaveginn sem göngugötu til lengri tíma yfir sumarið. Við tókum nokkra verslunareigendur og verslunarstjóra tali sem reka verslun við göngugötuna. Þá virtust borgarbúar þeir sem voru á rölti um miðbæinn ánægðir með breytinguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert