Lækur sprettur upp á miðjum Mýrdalsjökli

Sigdæld myndaðist á yfirborði Mýrdalsjökuls í fyrra þegar hljóp úr katlinum þar undir með miklum látum. Hlaupið tók af brúna yfir Múlakvísl.

Vatn safnaðist í sigdældina og ljós rönd sýnir hvað vatnið náði hátt einhvern tíma í vor, að sögn Odds Sigurðssonar, jöklasérfræðings hjá Veðurstofunni.

Lækur hefur myndast á jöklinum og rennur hann inn í tjörnina. Við upptök lækjarins má sjá mynstur sem minnir á trjágreinar. Oddur sagði svona mynstur vera dæmigert fyrir stað þar sem vatn sprettur fram og rýfur snjóinn. Skjannahvítt hrímið meðfram læknum hefur líklega myndast í næturfrostum á jöklinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert