Vel gengur á Þjóðhátíð

Hátíðargestir á leið til Eyja í dag.
Hátíðargestir á leið til Eyja í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þjóðhátíð fer vel af stað í ár. Gestir hafa verið til fyrirmyndar á þjóðhátíð í Eyjum það sem af er kvöldi að sögn lögreglu þótt þrjú fíkniefnamál hafi komið upp. Þjóðhátíð var sett kl 14.30 í dag við hátíðlega athöfn samkvæmt venju.

Eins og fram kom í frétt á Mbl.is fyrr í dag stefnir í næststærstu þjóðhátíð frá upphafi.

Hátindur dagskrárinnar í kvöld verður þegar brennan á Fjósakletti verður tendruð á miðnætti. Í kjölfarið verður slegið upp dansleik annars vegar á Brekkusviðinu og hins vegar á Tjarnarsviðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert